Ingimundur Sigurðsson

8.b                                       Ingimundur Sigurðsson,

f. 7. maí 1882, á  Hvammskoti,  Höfðaströnd, Skagf., Ingimundur reisti sér bú á Kappastöðum í Sléttuhlíð, Skagaf., bóndi á Höfn í Fljótum, Skagaf., 1909-1913 og Illugastöðum í Fljótum,  Skagaf., 1913-17,  þá fara þau til Siglufjarðar, 1920 byggðu þau sér hús að Lindagötu 18 og  1933 byggði hann sér annað hús að Lindargötu 16, þá var kona hans látin,
d. 14. des. 1941 á Siglufirði.
– For.:    
Sigurður Sigurðsson,

f. 1853 í Þúfum í Óslandshlíð, Skagaf., húsmaður í Hvammkoti á Höfðaströnd, Skagaf. Hvammkot var eign Hofsóss-faktora þá. Sigurður var verkam., í Ártúnum, Krossi, Grafarós, í Skagaf.,Siglunesi og hjá  bróður sínum í Málmey. Eftir að foreldrar Sigurðar létust var hann fermdur frá  hjónunum Jóni Jónssyni og Kristínu Björnsdóttur  í Gröf á Höfðaströnd, Skagaf., og fékk þá góðan vitnisburð. Sigurður var seinustu árin á Hugljótsstöðum Skagf.
– K:    1878.
Sigurbjörg Magnúsdóttir,
f. 23. ág. 1853 á Stóru-Brekku, Fljótum, Skagaf., hafði góðan vitnisburð og vann á  ýmsum stöðum. Eftir lát Sigurðar giftist hún ekkjumanninum Einari Ásgrímssyni og bjuggu þau í Málmey Bræðrá og Arnastöðum í Sléttuhlíð, Skagaf., 1900 brá Einar búi  og fór þá Sigurbjörg í vinnumensku með börnin,

d. 29. mars 1924.
– K:    1907:
Jóhanna Arngrímsdóttir,
f. 16. júní 1880. Jóhanna var glæsileg kona og góð og minnast menn þess hve  börnin voru ávalt vel til fara,
d. 4. okt.1932.
– For.:  Arngrímur Sveinsson,
f. 9. mars 1855 á Gili í Fljótum, Skagaf., bóndi þar,
d. 2. júní 1939,
– K:
Ástríður Sigurðardóttir,

f. 25. apr. 1857, frá Guðrúnarstöðum í Vatnsdal,
d. 4. sept.1941.
Börn þeirra:
a)    Sigurður Anton,f. 8. júlí 1907.
b)    Sigurbjörg,f. 11. júní 1909.
c)    Einara,f. 20. febr. 1911.
d)    Arngrímur,f. 23. nóv. 1912.
e)    Ástríður Ingibjörg,f. 7. maí 1915.
f)     Sigurlína Hallfríður Margrét,f. 1. sept. 1917.
g)    Kristinn,f. 18. okt.1920.
h)    Kristín Oktavía,f. 8. okt. 1922.
i)      Sigurður Ragnar,f. 25. maí 1924.
j)      Stúlka,f. 1926.

Heimildir:
Svarfdælingar.
Skagf.æviskrár.
M.B.L.
Íslendingabók.
Sig. Bj. og fl.

 

 

Undirsidur.