7.b Pétur Jónsson,
f. 16. ág. 1878 á Hamri í Stíflu í Holtszhreppi í Skagafirði, bóndi á Lambanes-Reykjum í Fljótum, Skagaf. 1905-15 og Sléttu í Fljótum, Skagaf. 1915-18, misti þar fyrri konu sína. Hóf búskap með seinni konu sinni á Minni-Þverá í Fljótum, Skagaf. 1919-24, er hann brá búi og fóru þau hjón í húsmensku að Minni-Grindli í Fljótum, Skagaf., voru þar í eitt ár. Hófu svo búskað á Berghyl í Fljótum, Skagaf., 1926 og Stóru-Þverá í Fljótum, Skagaf. 1927-28, hættu og fóru í húsmensku að Minni-Brekku í Fljótum, Skagaf.,Pétur stundaði sjómensku, þrekmaður mikill. Hann var meðalmaður með dökkt hár og skegg, skinsamur og skrifari góður og minnugur á gamlar sagnir.
d. 12. nóv. 1957.
– For.:
Jón Jónsson,
f. 1844, Jón var bóndi á Berghyl í Fljótum, Skagaf., fæddur á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Jón drukknaði við uppskipun úr skipi Terevie á Haganesvík. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., hann var verkamaður hjá Pétri bróður sínum á Sléttu 1870 en á Móafelli í Stíflu, Skagaf. 1876, bóndi á Hamri 1877-83, í Háakoti í Stíflu, Skagaf., 1883-86 og Berghyl í Fljótum 1887-97, húsmaður þar 1897-98, bóndi á Barðsgerði í Fljótum, Skagaf., 1898-1902, húsmaður á Lambanes-Reykjum í Fljótum, Skagaf., frá 1902, en síðast hjá Stefáni bróður sínum í Efra-Haganesi, Skagaf., Jón var fremur fátækur alla tíð og sæmilega vel gefinn,
d. 10. des. 1911.
– K: 1876.
Kristín Ingibjörg Eiríksdóttir,
f. 14. des. 1845, á Krakavöllum í Flókadal í Fljótum, Skagafirði, Húsfreyja á Hamri og í Háakoti í Stíflu og víðar í Skagafirði. Ógift vinnukona í Stóra-Holti í Fljótum, Skag. 1864. „Hún var há kona vexti, mjög vel greind, ræðin, hlý í viðmóti og einkar barngóð“ segir í Skagf.1850-1890 III.
d. 1. maí 1914 í Höfn í Fljótum, Skagafirði.
– K: 1901.
Sæunn Björnsdóttir,
f. 4. nóv. 1873, húsfreyja á Lambanes-Reykjum og Sléttu í Fljótum, Skagaf., Þau hjón voru mjög gestrisin og var heimili þeirra altaf opið fyrir gestum,
d. 14. sept. 1917 á Sléttu í Fljótum, Skagaf.
– For.:
Björn Björnsson,
f. 12. apr. 1837 á Róðhóli í Sléttuhlíð, bóndi á Stóru-Þverá í Fljótum, Skagaf.,
d. 9. des. 1906 á Máná í Úlfsdölum.
– K:
Jóhanna Þorfinnsdóttir,
f. 3. ág. 1851 á Hóli á Siglufirði,
d. 1927 í Dafoe Sask, Kanada.
– Börn þeirra: sjá má um Pétur Jónsson og börn í þætti Sæunnar Björnsdóttir
a) Guðbjörg Halldóra,f. 8. okt. 1903.
b) Jón,f. 11. nóv. 1906.
c) Guðrún,f. 7. maí 1908.
d) Jóhanna,f. 16. ág. 1909.
e) Pétur Axel,f. 4. jan. 1912.
f) Skarphéðinn,f. 18. ág. 1915.
– K: 1919.
Einarsína Ingibjörg Jónasdóttir,
f. 15. maí 1892, frá Minni-Brekku í Fljótum, Skagaf., fór þaðan 1894 til hjónanna Björns Pálssonar, bónda á Skeiði í Fljótum, Skagaf., og Guðrúnar Björnsdóttur, ólst þar upp, var vel gefin og glöð í viðmóti, margfróð og gat gert tækifærisvísur, en flikaði því ekki,
d. 25. des. 1929 á Kristnesi Eyf.
– For.:
Jónas Stefánsson,
f. 8. maí 1861, bóndi á Minni-Brekku,
– K:
Anna Sigríður Jónsdóttir,
f. 4. sept. 1854 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagf.,
d. 28. nóv. 1901.
– Barn þeirra:
g) Bjarni,f. 16. febr. 1919.