6.h Guðmundur Bergsson,
f. 11. jan. 1871 á Móafelli í Stíflu, Skagaf., hann var kallaður konungur fjallanna. Þrifnaður gætni í búnaði var höfuðregla Guðmundar. hann var mjög hagur smiður og vefari góður. Margar ferðir fór Guðmundur með fólk yfir fjöllin, þau hjón tóku við búi á Þrasastöðum 1898.
d. 6. apr. 1961.
– For.:
Katrín Þorfinnsdóttir,
f. 15. febr. 1833 á Hóli, húsfreyja á Móafelli í Stíflu, Skagaf., og síðar á Þrasastöðum í Stíflu, Skagaf., Katrín og Bergur Jónsson Þau voru forfeður hinnar fjölmennu og kunnu Þrasastaðarættar.
– M: 4. október 1856.
Bergur Jónsson,
f. 19. sept. 1836 á Þrasastöðum, bóndi á Þrasastöðum í Stíflu, Skagaf., vinnumaður á Móafelli í Stíflu, Skagaf., 1860. Ættfaðir Þrasastaðaættar.
d. 21. maí 1910.
Sjá um Guðmund og Guðnýu í þætti Ólafs Ólafssonar.
– K: 22. maí 1897.
Guðný Jóhannesdóttir,
f. 8. des. 1876, húsfreyja á Þrasastöðum í Fljótum, Skagaf. Guðný var mikil húsmóðir vel gefin og góð kona.
d. 22. mars 1917.
– For.:
Jóhann Magnússon,
f. 1839, Jóhann var tví giftur og var Sigríður seinnikona hans,
d. 1879
– K:
Sigríður Jónsdóttir,
f. 1839 á Sléttu í Fljótum,
d. 1910 á Þrasastöðum.
– Börn þeirra:
a) Jóhann,f. 29. maí 1898.
b) Þorvaldur,f. 10. maí 1899.
c) Bergur,f. 25. sept. 1900.
d) Jórunn Ingibjörg,f. 20. apr. 1903.
e) Jón,f. 13. jan. 1905.
f) Jórunn Ingibjörg,f. 12. okt. 1906.
g) Eiríkur,f. 28. júní 1908.
h) Einar,f. 21. okt. 1909.
i) Ónefndur,f. 2. jan. 1911.
j) Sigurður Júlíus,f. 2. jan. 1911.
k) Hartmann Kristinn,f. 12. aðr. 1912.
l) Sigríður Stefanía,f. 30. apr. 1914.
Sjá um Guðmund og börn í þætti Guðnýar Jóhannsdóttur