Atlastaðir Myndina á Trausti H. Árnason
Myndina tók Fanney Björk Björnsdóttir.
Gamli bærinn á Atlastöðum, júlí 1968
Niðjatal
Björns Sigurðssonar frá Atlastöðum í Svarfaðardal
og kvenna hans
Önnu Jónsdóttur
og
Sigríðar Jónasdóttur.
Þetta niðjatal hef ég verið að gera mér til ánægju og yndisauka, niðjatal þetta er búið að vera í smíðum í um tvö ár. Reyndar verður þetta niðjatal aldrei búið, því að endalaust bætast við nýjir niðjar. Ég hef aflað gagna úr Íslendingabók, Skagfirskum æviskrám, Sværfdælingabók og ómetalegar upplýsinga frá Birni Péturssyni fyrv. kennara og fræðimanni frá Siglufirði og frænda mínum Trausta Helga Árnasyni fyrv. menntaskólakennara frá Akureyri.
Þetta niðjatal er ég með í tveimur pörtum það er að segja fyrri konu Björns, Önnu Jónsdóttur og seinni konu hans Sigríði Jónasdóttur,
Nú er það svo að gögn eins og þessi geta aldrei að öllu leyti verið rétt. Oft vantar manni gögn svo og getur verið vitleysa í upplýsingum og meinlegar villur. Ég mun laga allar villur svo og allar viðbótar upplýsingar sem mér berast á netfang mitt.( siddib@fnet.is )
Best þætti mér að fólk tæki copy af því sem miður hefur farið og senda mér það á netfang mitt og leiðréttingar með.
Það sem mig helst vantar í niðjatalið eru upplýsingar um tengdaforeldra og maka þeirra sem merkt er með þessu XX svo sumstaðar dánarstað um sambúðarform, það er sambúð slitið, giftingardag og skilnað og hvað fólk starfar við.
Bið ég ykkur velvirðingar á ef að ég hef farið rangt með þær upplýsingar sem að mér hafa borist og endilega sendið mér leiðréttingar á þeim til þess að ég geti fært þær réttar inn.
Bestu kveðjur,
Sigurður Björnsson
Hásæti 1.b
Sauðárkróki
Sími 4535687 8625687