Jón Jónsson

 

6.j                                    Jón Jónsson,
f. 1844,  fæddur á Sléttu í Fljótum, Skagaf. , Jón var bóndi á Berghyl í Fljótum, Skagaf., Jón drukknaði við uppskipun úr skipi Terevie á Haganesvík. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., hann var verkamaður hjá Pétri bróður sínum á Sléttu 1870 en á Móafelli í Stíflu, Skagaf. 1876, bóndi á Hamri 1877-83, í Háakoti í Stíflu, Skagaf., 1883-86 og Berghyl  í Fljótum 1887-97, húsmaður þar 1897-98, bóndi á Barðsgerði í Fljótum, Skagaf., 1898-1902, húsmaður á Lambanes-Reykjum í Fljótum, Skagaf., frá 1902, en síðast hjá Stefáni bróður sínum í Efra-Haganesi, Skagaf., Jón var fremur fátækur alla tíð og sæmilega vel gefinn,
d. 10. des. 1911.
– For.:
Jón Ólafsson,
f. 1808 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Jón tók við búi af afa sínum á Sléttu  árið 1830, bjó þar til 1854 í Utanverðunesi  í Hegranesi, Skagaf., 1854-58 í Saurbæ í Fljótum, Skagaf. 1859-60, húsmaður á Sléttu fyrst hjá Sigríði dóttur sinni og síðar hjá Pétri syni sínum  til æviloka. Jón þótti mætur maður talinn allgreindur  og vel að sér. Hann átti Sléttu bjó þar góðu búi  árið 1853 átti hann 5 kýr 70 kindur og fjögur hross. Á Utanverðunesi, Skagaf., rak hann stórbú. Sjóinn stundaði hann jafnhliða búskapnum og átti altaf báta. í Utanverðunesi var hann með mikla garðrækt og mældist matjurtagarður hans 100 ferfaðmar að flatarmáli árið 1857. Jón var jarðsettur í sinni gömlu sóknarkirkju í Stór-Holti  í Fljótum, Skagaf., og var á leiði hans settur legsteinn sem höggvinn var af Myllu-Kobba, kunnum hagleiksmanni í Fljótumn
d. 1873.
-K:
Ingibjörg Þórðardóttir,
f. 1808 á Illugastöðum í Flókadal, Skagaf. Ingibjörg var góð kona og gestrisin. Skuldlaust bú hennar var virt á 1.345 rd. og 5 sk.,
d. 1857 á Utanverðunesi í Skagaf.
–  K:   1876.
Kristín Ingibjörg Eiríksdóttir,
f. 1845, húsfreyja víða í Fljótum,
d. 1914 í Höfn í Fljótum, Skagaf.
For.:
Eiríkur Ásmundsson,

f. 1797 á Bjarnastöðum í Unadal, Skagaf. Eiríkur bjó á Illugastöðum í Flókadal, Skagaf., Krakavöllum og í Neskoti í Fljótum, Skagaf., 1849 og til æviloka,
d. 3. maí 1851 í Neskoti í Fljótum, Skagaf.,
– K:
Guðrún Jónsdóttir,

f. 7. apr. 1806 í Tungu í Stíflu, Skagaf., húsfreyja á Illugastöðum, Krakavöllum og Neskoti í Fljótum, Skagaf.,
d. 1886 á Vöglum í Þelamörk Eyf.
Börn þeirra:
a)    Ólafur,f. 1876.
b)    Pétur,f. 16. ág. 1878.
c)    Stefán,f. 1882.
d)    Salbjörg Guðfinna,f. 22. júní 1883.
e)    Stefanía Sigríður,f. 1884.
f)    Bjarni,f. 12. sept. 1888.

 

 

 

 

 

Undirsidur.