6.f Aðalbjörg Anna Pétursdóttir,
f. 26. júní 1875 á Sléttu í Fljótum, Skagaf., hún var meðalkona á hæð, mjög létt í hreifingum og skapi, göngugarpur, hjartahlí. Skipti sjaldan skapi, viðræðu góð, fróð og minnug.Hún var gestrisin, enda sóttu margir til þeirra hjóna til að fá aðhliningu,
d. 25. júní 1947.
– For.:
Pétur Jónsson,
f. 20. okt. 1836 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., en þau þóttu jafnan mætasta fólk. Pétur var í vist á ýmsum stöðum til þrítugs. Bóndi á Sléttu 1864-93, brá þá búi og fluttist til Guðnýar dóttur sinnar á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., og var þar til æviloka. Pétur var lágur maður og þrekinn, mikill dugnaðamaður og sjógarpur mikill, vel gefinn töluverður skapmaður. Hann átti helming í sexmannafari, og virðist hafa komist vel af. Um Pétur var ort í Bændarímum í Fljótum.
Pétur Sléttu passar best,
prúður í hegðan sinni,
glaður er og gætinn,
sést geirabör ráðsvinni.,
d. 1909 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.
– K: 1864.
Björg Stefánsdóttir,
f. um 1832 á Kaldrana á Skaga, húsfreyja á Sléttu í Fljótum, Skagaf., hún var fremur lítil kona, kvik í hreifingum og vel gefinn,
d. 1912.
– M: 25. nóvember 1899.
Guðmundur Halldórsson,
f. 27. okt. 1875 á Stóra-Grindli í Fljótum, Skagaf. Guðmundur var sérstaklega verkhagur og vandvirkur maður. Hann var eftirsóttur vegghleðslumaður. margir báðu hann um að vinna fyrir sig ýms vandasöm verk og var vinnuálag hans mikið. í húsmensku fóru þau hjón í Efra-Haganes í Fljæotum, Skagaf., og voru þar frá 1899-1901 Þau hófu sjálfsstæðan búskap í Neðra-Haganesi í Fljótum og bjuggu þar til 1905, í Neskoti í Fljótum, Skagaf.,1905-16, Mið-Mói í Fljótum, Skagaf., 1916-19 og aftur í Neðra-Haganesi 1919-31, brugðu þá búi og fluttu til Jóns sonar síns að Molastöðum í Fljótum, Skagaf. Guðmundur vann ymis störf fyrir sveitina,
d. 5. júlí 1949.
– For.:
Halldór Guðmundsson,
f. 1845, bóndi á Stóra-Grindli í Fljótum, SZkagaf.,
d. 1903,
– K:
Kristín Anna Filipusdóttir,
f. 1849, húsfreyja á Stóra-Grindli í Fljótum,
d. 1917.
– Börn þeirra:
a) Jón,f. 3. sept. 1900.
b) Jórun,f. 25. nóv. 1903.
c) Halldóra,f. 5. okt. 1906.
d) Petra Björg,f. 18. sept. 1913.