Sigríður Jónsdóttir

6.g                            Sigríður Jónsdóttir,
f. 1839 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Sigríður ólst upp hjá Kjartani Stefánssyni f. 1801, bónda í Stóru-Brekku í Fljótum, Skagaf., og konu hans Önnu Þorvaldsdóttur,f. 1801, var fósturbarn þar 1845,.
d. 1910 á Þrasastöðum í  Fljótum, Skagaf.
– For.:
Jón Ólafsson,
f. 1808 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Jón tók við búi af afa sínum á Sléttu  árið 1830, bjó þar til 1854 í Utanverðunesi  í Hegranesi, Skagaf., 1854-58 í Saurbæ í Fljótum, Skagaf. 1859-60, húsmaður á Sléttu fyrst hjá Sigríði dóttur sinni og síðar hjá Pétri syni sínum  til æviloka. Jón þótti mætur maður talinn allgreindur  og vel að sér. Hann átti Sléttu bjó þar góðu búi  árið 1853 átti hann 5 kýr 70 kindur og fjögur hross. Á Utanverðunesi, Skagaf., rak hann stórbú. Sjóinn stundaði hann jafnhliða búskapnum og átti altaf báta. í Utanverðunesi var hann með mikla garðrækt og mældist matjurtagarður hans 100 ferfaðmar að flatarmáli árið 1857. Jón var jarðsettur í sinni gömlu sóknarkirkju í Stór-Holti  í Fljótum, Skagaf., og var á leiði hans settur legsteinn sem höggvinn var af Myllu-Kobba, kunnum hagleiksmanni í Fljótumn
d. 1873.
-K:
Ingibjörg Þórðardóttir,
f. 1808 á Illugastöðum í Flókadal, Skagaf. Ingibjörg var góð kona og gestrisin. Skuldlaust bú hennar var virt á 1.345 rd. og 5 sk.,
d. 1857 á Utanverðunesi í Skagaf.
– M:     1861.
Þorvaldur Jónsson,
f. 1838 í Nesi í Flókadalí Fljótum, Skagaf., hann fórst með hákarlaskipi frá Lambanes-Reykjum í Fljótum, hann var mjög vel látinn, gerði matjurtagarð á Sléttu í Fljótum, Skagaf., sem var 20 ferfaðmar að flatarmáli,
d. 14. jan. 1863.
For.:
Jón Þorvaldsson,

f. 8. nóv. 1813 í Nesi í Flókadal, Fljótum, Skagaf., bóndi á Stóru-Þverá í Fljótum, Skagaf.,
d. 7. maí 1869,
– K:
Helga Ólafsdóttir,

f. 1808 á Þrasastöðum í Stíflu, Skagaf.,
d. 1869.
Börn þeirra:
a)    Björn,f. 1861.
b)    Guðbjörg,f. 1863.
– M:     1877.
Jóhann Magnússon,
f. 30. mars 1838 á Nefstaðakoti í Stíflu, Skagaf. Jóhann var tví giftur og var Sigríður seinnikona hans,
d.1879 á Skaga.
For.:
Magnús Jónsson,

f.  um 1809, bóndi á Minna-Grindli í Fljótum, Skagaf.,
d. 1871,
– K:
Guðrún Jónsdóttir,

f. um 1811 á Melbreið í Stíflu, Skagaf.,
d. 1883.
Börn þeirra:
c)    Guðný,f. 8. des. 1876.
d)    Þorvaldur,f. 1878.

 

 

 

Undirsidur.