6.h Ingibjörg Pétursdóttir,
f. 25. júní 1857 á Utanverðunesi í Hegranesi, Skagf. Ingibjörg misti mann sinn er hann drukknaði ásamt fimm öðrum mönnum, sem fóru í kaupstaðaferð til Hofsós. Ingibjörg ólst upp í Vatnskoti í Hegranesi, Skagaf.,
d. 31. des. 1919 á Húnsstöðum í Stíflu, Skagaf.
– For.:
Pétur Jónsson,
f. 20. okt. 1836 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., en þau þóttu jafnan mætasta fólk. Pétur var í vist á ýmsum stöðum til þrítugs. Bóndi á Sléttu 1864-93, brá þá búi og fluttist til Guðnýar dóttur sinnar á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., og var þar til æviloka. Pétur var lágur maður og þrekinn, mikill dugnaðamaður og sjógarpur mikill, vel gefinn töluverður skapmaður. Hann átti helming í sexmannafari, og virðist hafa komist vel af. Um Pétur var ort í Bændarímum í Fljótum.
Pétur Sléttu passar best,
prúður í hegðan sinni,
glaður er og gætinn,
sést geirabör ráðsvinni.,
d. 1909 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.
– Barnsmóðir:
Jóhanna Ólafsdóttir,
f. 1834, vinnukona á Utanverðunesi, Hegranesi, Skagaf., seinna ráðskona á Gauksstöðum,
d. 1880.
– M: 1880.
Benedikt Stefánsson,
f. 28. ág. 1857, bóndi á Sléttu í Fljótum, Skagaf., 1883-85 á Minn-þverá í Fljótum, 1885, hann var jafnlindur í skapi og gerði góðar vísur,
d. 6. jan. 1899.
– For.:
Stefán Sigurðsson,
f. 22. seðt. 1827, bóndi á Minni-Brekku í Fljótum, Skagaf.,
d. 13. febr. 1904,
– K:
Guðríður Gísladóttir,
f. 1. jan. 1831 á Hrauni í Tungusveit,
d. 8. júní 1911 í Minni-Brekkuí Fljótum.
– Börn þeirra:
0) Jóhann,f. 4. júní 1881.
a) Pétur ,f. 8. júlí 1882.
b) Stefán,f. 17. okt. 1883.
c) Guðbjörg,f. 27. nóv. 1884.
d) Pétur,f. 16. ág. 1886.
e) Jóhann.f. 14. júní 1889.
f) Guðný Ólöf,f. 27. maí 1891.
g) Guðmundur,f. 19. júlí 1893.
h) Guðbjörg,f. 30. maí 1895.
i) Sigríður,f. 9. júlí 1896.
j) Sigurður,f. 25. okt. 1897.