Pétur Jónsson

6.n                                  Pétur Jónsson,
f. 20. okt. 1836 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum  á  Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., en þau þóttu jafnan mætasta fólk. Pétur var í vist á ýmsum stöðum til þrítugs. Bóndi á Sléttu 1864-93, brá þá búi og fluttist til Guðnýar dóttur sinnar á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., og var þar til æviloka. Pétur var lágur maður og þrekinn, mikill dugnaðamaður og sjógarpur mikill, vel gefinn töluverður skapmaður. Hann átti helming í sexmannafari, og virðist hafa komist vel af. Um Pétur var ort í Bændarímum í Fljótum.
Pétur  Sléttu passar best,
prúður í hegðan sinni,
glaður er og gætinn,
sést geirabör ráðsvinni.,
d. 1909 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.
– For.:
Jón Ólafsson,
f. 1808 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Jón tók við búi af afa sínum á Sléttu  árið 1830, bjó þar til 1854 í Utanverðunesi  í Hegranesi, Skagaf., 1854-58 í Saurbæ í Fljótum, Skagaf. 1859-60, húsmaður á Sléttu fyrst hjá Sigríði dóttur sinni og síðar hjá Pétri syni sínum  til æviloka. Jón þótti mætur maður talinn allgreindur  og vel að sér. Hann átti Sléttu bjó þar góðu búi  árið 1853 átti hann 5 kýr 70 kindur og fjögur hross. Á Utanverðunesi, Skagaf., rak hann stórbú. Sjóinn stundaði hann jafnhliða búskapnum og átti altaf báta. í Utanverðunesi var hann með mikla garðrækt og mældist matjurtagarður hans 100 ferfaðmar að flatarmáli árið 1857. Jón var jarðsettur í sinni gömlu sóknarkirkju í Stór-Holti  í Fljótum, Skagaf., og var á leiði hans settur legsteinn sem höggvinn var af Myllu-Kobba, kunnum hagleiksmanni í Fljótumn
d. 1873 á Sléttu í Fljótum, Skagaf.
-K:
Ingibjörg Þórðardóttir,
f. 1808 á Illugastöðum í Flókadal, Skagaf. Ingibjörg var góð kona og gestrisin. Skuldlaust bú hennar var virt á 1.345 rd. og 5 sk.,
d. 1857 á Utanverðunesi í Skagaf.
– K:      1864.
Björg Stefánsdóttir,
f. um 1832 á Kaldrana á Skaga, húsfreyja á Sléttu í Fljótum, Skagaf., hún var fremur lítil kona, kvik í hreifingum og vel gefinn,
d. 1912.
For.:
Stefán Sveinsson,

f. um 1789, bóndi á Kaldrana á Skaga,
– K:
Aldís Árnadóttir,

f. um 1792, húsfreyja á Kaldrana,
d. 1834.
Börn þeirra:
a)    Aldís,f. 1866.
b)    Björn,f. 4. okt. 1867.
c)    Guðný,f. 1. des. 1868.
d)    Jón,f. 1870.
e)    Ólöf,f. 9. maí 1872.
f)    Aðalbjörg Anna.f. 26. júní 1875.
g)    Stefán,f. 1877.
– Barnsmóðir:
Jóhanna Ólafsdóttir,
f. 1834, vinnukona á Utanverðunesi, Hegranesi, Skagaf., seinna ráðskona á Gauksstöðum,
d. 1880.
For.:
Ólafur Jónsson,

f. 8. júní 1807, bóndi á Vestara-Hóli í Fljótum, Skagaf., áður vinnumaður á Knappstöðum í Fljótum, Skagaf.,
– K:
Guðlaug Hálfdánardóttir,

f. um 1810, húsfreyja á Vestara-Hóli í Fljótum, Skagaf.
Börn þeirra:
h)    Ingibjörg,f. 25. júní 1857.
i)    Sigríður ,f. 7. des. 1858.

 

 

Undirsidur.