7.d Salbjörg Guðfinna Jónsdóttir,
f. 22. júní 1883 í Háakoti í Stíflu, Fljótum, Skagf. Salbjörg var góð og gæðaleg og var hrein og bein sagði sína meiningu og allt var hvítt og skrúbbað hjá henni, húsfreyja á Arnarstöðum, í Sléttuhlíð, Skagaf., Grafarósi og Hofsósi Skagaf.,
d. 24. febr. 1971 á Sauðárkróki.
– For.:
Jón Jónsson,
f. 1844, Jón var bóndi á Berghyl í Fljótum, Skagaf., fæddur á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Jón drukknaði við uppskipun úr skipi Terevie á Haganesvík. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., hann var verkamaður hjá Pétri bróður sínum á Sléttu 1870 en á Móafelli í Stíflu, Skagaf. 1876, bóndi á Hamri 1877-83, í Háakoti í Stíflu, Skagaf., 1883-86 og Berghyl í Fljótum 1887-97, húsmaður þar 1897-98, bóndi á Barðsgerði í Fljótum, Skagaf., 1898-1902, húsmaður á Lambanes-Reykjum í Fljótum, Skagaf., frá 1902, en síðast hjá Stefáni bróður sínum í Efra-Haganesi, Skagaf., Jón var fremur fátækur alla tíð og sæmilega vel gefinn,
d. 10. des. 1911.
– K: 1876.
Kristín Ingibjörg Eiríksdóttir,
f. 1845, húsfreyja víða í Fljótum,
d. 1914 í Höfn í Fljótum, Skagaf.
– M: 1904
Sigurður Ágúst Sigurðsson,
f. 31. ág. 1879 í Málmey, bóndi á Arnarstöðum 1900-1904 sjómaður frá Grafarós 1910.
d. 17. nóv. 1937 í Hofsós.
– For.:
Sigurður Sigurðsson,
f. 1852, Þúfum í Óslandshlíð. Bóndi í Hvammkoti á Höfðaströnd, Skag. Var á Höfða í sömu sveit 1860.
d. 1884.
– K:
Sigurbjörg Magnúsdóttir
f. 16. águst 1853 á Stóru- Brekku á Höfðaströnd, Skagaf.,
d, 29. mars 1922. Húsfreyja í Hvammkoti á Höfðaströnd, Skag. Síðar húsfreyja á Arnarstöðum í Sléttuhlíð, Skag. Ráðskona þar 1901. Seinni kona Einars Ásgrímssonar.
– Börn þeirra:
a) Steinunn,f. 1. sept 1909.
b) Jón Sigurður.f. 5. ág. 1913.
Salbjörg Guðfinna Jónsdóttir