Jóhanna Jónsdóttir

 

7. d                            Jóhanna Jónsdóttir,
f. 4. júlí 1889, á Illugastöðum í Austur- Fljótum, Skagaf., hún ólst upp á Brúnastöðum í Fljótum, Skagaf., hún var hreinskiptin og skörungur til geðs og gerða, aldrei smálát í útlátum við gesti og gangandi síðast bús. á Siglufirði,
d. 1942 á Siglufirði.
– For.:
Sigríður Pétursdóttir,
f. 7. des. 1858 á Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf. Húsfreyja á Brúnastöðum í fljótum, Skagaf., og Illugastöðum í Holtssókn í Fljótum, Skagaf. Sigríður var mikilhæf kona stjórnsöm og stórbrotin skörungur. Hún var hagsýn búkona og þróttmikil myndarkona. Á herðum hennar hvíldi stjórn bús og heimilis, er bóndi hennar var við sjósókn og aðdrætti. Margir leituðu ráða hennar, og þótti vel gefast,
d. 21. febr. 1930.
–  M:    1879.
Jón Jónsson,
f. 15. ág. 1848 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagaf. Jón ólst upp með foreldrum sínum sem voru langsömum flutningur frá Brúnastöðum í Fljótum um bygðir héraðsins fram á Víðimýri í Skagafirði og enduðu á Gautastöðum í Fljótum, Skagaf., bjó þar 1881-86, en brá þá búi. Hófu aftur búskap á Illugastöðum í Fljótum, Skagaf., 1887-1893 á Brúnastöðum í Fljótum, 1893-1914, Nefstaðakoti í Fljótum,1914-15, Hring í Stíflu, Skagaf., 1915-19. Hættu þá búskap og voru hjá syni sínum á Hring. Jón var þrekinn og kvikur, stundaði sjósókn frá Hraunakrók og Siglufirði,
d. 10. mars 1932 á Skriðulandi í Kolbeinsdal, Skagaf.
–  M:  9. september 1913.
Jónas Jónasson,
f. 3. mars 1892 á Ökrum í Fljótum, Skagaf., bóndi á Nefstöðum í Stíflu, Skagaf., 1914-24, 1924 brugðu þau hjón búi og fóru til Siglufjarðar þar bjuggu þau í húsi að Lindargötu 17 og varð það kallað Nefstaðir. Jón var stofnandi Stúarafélags Siglufjarða og var formaður þess, en síðustu árin stundaði hann verslunarstörf,
d. 6. jan. 1962.
For.:
Jónas Jónasson,

f. 25. júlí 1853, bóndi á Ökrum í Fljótum,
  Skagaf.,
d. 7. maí 1921,

– K:
Sólveig Guðbjörg Ásmundsdóttir,

f. 23. des. 1853 í Neskoti í Fljótum,
Skagaf.,
d. 7. maí 1921.

Börn þeirra:
a)    Kári,f. 17. okt. 1913.
b)    Gísli Þorlákur,f. 25. sept. 1917.
c)    Ingibjörg,f. 2. sept. 1920.
d)    Valtýr,f. 9. sept. 1925.
e)    Valey,f. 21. nóv. 1931.
sjá um Jóhönnu  Jónas og börn í þætti  um Jónas Jónassonar.

 

 

 

 

 

Undirsidur.