Sigríður Pétursdóttir

 

 

6.i                          Sigríður Pétursdóttir,
f. 7. des. 1858 á Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf. Húsfreyja á Brúnastöðum í fljótum, Skagaf., og Illugastöðum í Holtssókn í Fljótum, Skagaf. Sigríður var mikilhæf kona stjórnsöm og stórbrotin skörungur. Hún var hagsýn búkona og þróttmikil myndarkona. Á herðum hennar hvíldi stjórn bús og heimilis, er bóndi hennar var við sjósókn og aðdrætti. Margir leituðu ráða hennar, og þótti vel gefast,
d. 21. febr. 1930.
– For.:
Pétur Jónsson,
f. 20. okt. 1836 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum  á  Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., en þau þóttu jafnan mætasta fólk. Pétur var í vist á ýmsum stöðum til þrítugs. Bóndi á Sléttu 1864-93, brá þá búi og fluttist til Guðnýar dóttur sinnar á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., og var þar til æviloka. Pétur var lágur maður og þrekinn, mikill dugnaðamaður og sjógarpur mikill, vel gefinn töluverður skapmaður. Hann átti helming í sexmannafari, og virðist hafa komist vel af. Um Pétur var ort í Bændarímum í Fljótum.
Pétur  Sléttu passar best,
prúður í hegðan sinni,
glaður er og gætinn,
sést geirabör ráðsvinni.,
d. 1909 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.
– Barnsmóðir:
Jóhanna Ólafsdóttir,
f. 1834, vinnukona á Utanverðunesi, Hegranesi, Skagaf., seinna ráðskona á Gauksstöðum,
d. 1880.
–  M:    1879.
Jón Jónsson,
f. 15. ág. 1848 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagaf. Jón ólst upp með foreldrum sínum sem voru langsömum flutningur frá Brúnastöðum í Fljótum um bygðir héraðsins fram á Víðimýri í Skagafirði og enduðu á Gautastöðum í Fljótum, Skagaf., bjó þar 1881-86, en brá þá búi. Hófu aftur búskap á Illugastöðum í Fljótum, Skagaf., 1887-1893 á Brúnastöðum í Fljótum, 1893-1914, Nefstaðakoti í Fljótum,1914-15, Hring í Stíflu, Skagaf., 1915-19. Hættu þá búskap og voru hjá syni sínum á Hring. Jón var þrekinn og kvikur, stundaði sjósókn frá Hraunakrók og Siglufirði,
d. 10. mars 1932 á Skriðulandi í Kolbeinsdal, Skagaf.
For.:
Jón Guðmundsson,

f. 1817 að Lundi í Stíflu, Skagaf., bóndi á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.,
d. 1891,
– K:
Guðrún Jónsdóttir

f. 1822 á Brúnastöðum í Fljótum, Skagaf.,
d. 1899.
Börn þeirra:
a)    Jón Guðmundur,f. 28. maí 1880.
b)    Jóhann Ólafur,f. 1882.
c)    Guðrún,f. 2. júlí 1886.
d)    Jóhanna,f. 27. júní 1889.
e)    Herdís Ólöf,f. 1891.
f)    Steinn,f. 12. maí 1898.

 

 

 

Undirsidur.