Pálína Anna Sigurðardóttir

 

8.b                                                                  Pálína Anna Sigurðardóttir,
f. 8. ág. 1878 í Vík Héðinsfirði, Eyjaf., húsfreyja í Saurbæ á Siglufirði,
d. 27. nóv. 1919 í Saurbæ.
– For.:
  Guðný Pálsdóttir,
f. 16. apr. 1854 á Dalaæ í Fljótahreppi Skagaf., eftir lát Sigurðar fór Guðný til Akureyrar og hefur lífsviðurværi af því að selja kost og þá mun hún hafa verið með smá verslun, Guðný flitur svo aftur til Siglufjarðar og rekur þar ýmsa greiðasölu, hún bygði timburhús sem síðar fékk götunúmerið Aðalgata 9, þar bjó hún til æviloka.
– M:  23. septenber 1876.
Sigurður Pétursson,
f. 28. febr. 1850 á Vatni á Höfðaströnd, Skagaf., hann var sjómaður og formaður á únga aldri, var skipstjóri á Kristjönu og eignaðist hlut í henni. Þau bjuggu í Vík í Héðinsfirði, Eyjaf., 1878-1886 þaðan fluttu þau að Haganesi í Fljótum, Skagaf., fluttu svo síðan á Staðarhól í Siglufirði og bjuggu þar með reisn alla tíð og höfðu margt  hjúa og umsvif mikil. Sumarið 1897 átti hann erindi til Siglufjarðar og hugðist fara ríðandi en hesturinn fældist og Sigurður datt af baki og varð undir hestinum og slasaðist mikið og varð hans bani,

d. 5. sept. 1897.
– M:   31. desember 1909
Lárus Jónsson,
f. 25. okt. 1872 í Laufási, Grítubakkahreppi Eyjaf.,  bóndi í Saurbæ í Siglufirði, Lárús brá búi og seldi jörðina 1921. Lárus keipti þrjá fjórðu hluta í  einu síldarskipi Bakkevigs 1910. það var lítið skip sem hét Brödrene
d. 25. des. 1940 á Siglufirði.
For.: Jón Jónatansson, bóndi á Skriðulandi í Aðaldal,Þing.,
f. 1850,
d. 1931,
– k.h. ( óg. ) Katrín Lárusdóttir, frá Æsustöðum í Mosfeldssveit,
f. 1854,
d. 1921.
Börn þeirra:
a)    Herdís,f. 14. des. 1910.
b)    Guðný Sigríður,f. 31. júlí 1912.
c)    Sigurður 31. okt. 1913.
d)    Katrín Jónína,f. 13. aðr. 1916.
e)    Sigríður,f. 5. maí 1918.

9.a                                                      Herdís Lárusdóttir,
f. 14. des 1910, þau bjuggu á Siglufirði
d.  23. apr. 1980 á sjúkrahúsinu á Akureyri
– M:   ( skildu )
Hallgrímun Georg Björnsson,
f. um 1910. frá Skarfshóli í Ytri-Torfustaðahreppi Hún.,
– For.:  XX

9.b                                                      Guðný Sigríður Lárusdóttir,
f. 31. júlí 1912, þau bjuggu á Siglufirði, áttu tvö börn,
d. 4. sept. 1973 á Siglufirði.
– M: ( skildu )
Baldvin Sigurðsson,
f. 25. mars 1908 á Hugljótsstöðum, á Höfðaströnd, Skagaf.
– For.:  XX

9.c                                                        Sigurður Lárusson,
f. 31. okt. 1913,  Sigurður lauk námi frá Héraðsskólanum  á Laugarvatin fór síðan í Samvinnuskólan og lauk námi þaðan hann var skákunnandi fékk verðlaun á skákþingi 1934 og var  skákmeistari Norðurlands 1939. Hann var sjúklingur í mörg ár.
d. 10. maí 1970 á Landakotsspítala í Reykjavík.

9.d                                                       Katrín Jónína Lárusdóttir,
f. 13. apr. 1916, ólst upp hjá móðursystur sinni, þau hjón bjuggu í Kaupmannahöfn, Reykjavík og Akureyri.
d. 6. des. 1973 í Kaupmannahöfn.
– M:   1940.
Þorvaldur Hallgrímsson,
f. um 1916.

9.e                                                        Sigríður Lárusdóttir,
f. 5. maí 1918, var alin upp hjá Petrínu móðursystur sinni. Fluttist til Reykjavíkur. Lærði hattasaum hjá Jennýu Stefánsdóttur á Siglufirði. Starfaði í Reykjavík  að iðn sinni, stofnsetti tískuverslunina Hrund og rak hana í 18. ár, óg. og barnlaus.