8.d Þorleifur Ólafsson,
f. 29. júlí 1896 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.,
d. 13. febr. 1997 á Gautastöðum.
– For.:
Guðný Pétursdóttir,
f. 1. des. 1868 á Sléttu í Fljótum, Skagaf., Guðný var fyrst á Sléttu í Fljótum með bónda sínum fór þaðan að Gautastöðum, í Stíflu, Skagaf., með foreldra sína. Guðný var grönn meðalhá andlisfríð og snirtileg. Velgreind, ljóðelsk og stálminnug og ættfróð, hafði fallega söngrödd.
d. 18. maí 1951.
– M:
Ólafur Jónsson,
f. 20. mars 1852 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagaf. Ólafur bjó á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., 1893-1921. Stundaði hákarlaveiðar og sjómensku. Hann var skíðamaður góður, frábær hugareikningsmaður þurfti hvorki penna né blíant við slíkt. hann var glaðsinna og góðlindur,
d. 3. febr. 1924.
Þorleifur Ólafsson