Ólöf Konráðsdóttir

8.a                  Ólöf Konráðsdóttir,
f. 16. mars 1890 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagaf. Húsfreyja  seinast á Tjörnum í Sléttuhlíð, Skagf.,
d. 16. mars 1956 á Tjörnum í Sléttuhlíð, Skagaf.
– For.: 
Konráð Jón Sigurðsson,
f. 1857 í Þúfum í Óslandshlíð, Skagaf. Hann var verkamaður á Kappastöðum í Fljótum, um 1874-1882 Felli í Sléttuhlíð, Skagaf.1877-82 Hjá Ólöfu móðursystur sinni í Lónkoti í Sléttuhlíð, Skagaf, 1882-83 og víða. Seinast bjó hann á Ystahóli og Mýrum Sléttuhlíð, Skagaf. 1910-1922 brá þá búi og fór til dóttur sinnar Sölvínu og dvalti þar til æviloka. Konráð var mikill fjármálamaður og átti Ysthól og Mýrar skuldlausar,

d. 1928 á Mýrum í Sléttuhlíð, Skagaf.
– K:   1896
Indíana Guðbjörg Sveinsdóttir,
f. 1857 á Bjarnargili Fljótum, Skagaf.,

d. 1944 á Tjörnum í Sléttuhlíð, Skagaf.
– For.:
Sveinn Sveinsson,
f. 1826 í Höfn í Fljótum, Skagaf., bóndi á Bjarnargili í Fljótum, Skagaf.,
d. 1907 á Ystahóli í Sléttuhlíð, Skagaf.
– K:  1849.
Guðný Halldórsdóttir,

f. 1816 í Fagrabæ í Höfðakverfi, húsfreyja á Bjarnargili í Fljótum, Skagaf,
d. 1894 í Hólum í Fljótum, Skagaf.

– M:   21. maí 1914.
Ásgrímur Halldórsson,
f. 27. nóv. 1886 í Tungu í Stíflu, Skagaf. Ásgrímur stundaði  sjómensku og var bóndi  á Keldum, Mýrum og Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagaf., Móskógum í Fljótum, Skagaf., og seinast á Tjörnum í Séttuhlíð 1929-1955, Ásgrímur var vegaverkstjóri hjá vegagerð ríkisins í mörg ár,
d. 21. des. 1960 á Sauðárkróki.
For:.
Halldór Jónsson

f. 1857 í Tungu í Stíflu, Skagf. Bóndi  á Bjarnargili Fljótum Skagf.
– K:
Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir,

f. 1854 í Garði Ólafsfirði, húsfreyja á Bjarnargili,
d. 1942.
Börn þeirra:
a)    Herbert Sölvi,f. 20. jan. 1915.
b)    Indíana Anna,f. 8. jan. 1916.
c)    Konráð Mýrdal,f. 13. maí 1917.
d)    Þórhallur,f. 21. sept. 1919.
e)    Pétur Jón,f. 25. nóv. 1921.
f)     Sigrún Þóra,f. 25. des. 1923.
g)    Jón Halldór,f. 14. jan. 1929.

Heimildir:
Svarfdælingar.
Skagf.æviskrár.
M.B.L.
Íslendingabók.
Sig. Bj. og fl.

 

 

 

Undirsidur.