Lilja Sigurðardóttir

12. e                               Lilja Sigurðardóttir,
f. 26. febr. 1884 á Víðivöllum í Blönduhlíð, Skagaf., ráðskona á Víðivöllum í Blönduhlíð, Skagaf., 1930. Húsmæðraskólakennari, bús. í Ásgarði í Blönduhlíð, Skagaf. Lilja var tvíburi við Gísla  bónda og hreppstjóra á Víðivöllum, heimilisstörf lærði Lilja hjá móður sinni og dugði það henni svo vel að hún kendi matreiðslu í húsmæðraskólum síðar meir. Lilja var 2. vetur í Kvennaskóla Eyfirðinga á Akureyri, eftir það sigldi hún til Danmerkur og dvaldi þar á Stórum búgarði. Einig sótti hún námskeið í heimilishjúkrun í Kaupmannahöfn, kom heom 1908. Hjúkrunarstörf og hvers konar hjálpsemi voru henni hugleikin. Eins og hún segir sjálf: Eg hef verið yfir veikum á flestum bæjum í hreppnum og staðið við margra dánarbeði og nokrum börnum hefg ég tekið á móti. Lilja var ráðskona hjá Gísla bróður sínum þar til hann kvæntist 1935 og átti þar heimili sitt þar til hún flutti í Ásgarð. Hlaut riddarakross fyrir garðyrkjustörf, heimilisiðnað og störf að Félagsmálum,
d. 30. mars 1970 á Sauðárkróki.