Konráð Jón Sigurðsson

7.f                                   Konráð Jón Sigurðsson,
f. 1857 í Þúfum í Óslandshlíð, Skagaf. Hann var verkamaður á Kappastöðum í Fljótum, um 1874-1882 Felli í Sléttuhlíð, Skagaf.1877-82 Hjá Ólöfu móðursystur sinni í Lónkoti í Sléttuhlíð, Skagaf, 1882-83 og víða. Seinast bjó hann á Ystahóli og Mýrum Sléttuhlíð, Skagaf. 1910-1922 brá þá búi og fór til dóttur sinnar Sölvínu og dvalti þar til æviloka. Konráð var mikill fjármálamaður og átti Ysthól og Mýrar skuldlausar,
d. 1928 á Mýrum í Sléttuhlíð, Skagaf.
– For.:
Sigurður Jónsson,
f. 28. apr. 1821, í Háagerði á Höfðaströnd, Skagf., hann var léttapiltur hjá Jóni Þorsteinssyni og Hólmfríði Erlendsdóttur Littlu-Brekku á Höfðaströnd, Skagaf., og var fermdur frá þeim með afar góðan vitnisburð.Hann var verkam., á Hrauni í Unadal og í Stórubrekku í Fljótum, Skagaf., í Vík í Héðinsfirði og á Staðarhóli á Siglufirði. Sigurður reisti bú  á Hrauni í Unadal, Skagaf., 1848-49 og bjó á Spáná  í Unadal, Skagaf., 1849-52 í Þúfum í Óslandshlíð, Skagaf., 1852-59, en fór þá að Höfða á Höfðaströnd, Skagaf.,

d. 1859 á Höfða á Höfðaströnd.
– K:   1849.
Guðrún Bjarnadóttir,
f. 1. ág 1823 í Hólakoti á Höfðaströnd, Skagaf., húsfreyja á Sviðningi í Kolbeinsdal, Skagaf., Þúfum Óslandshlíð Skagf.,

d. 1861.
– For.:  
Bjarni Jónsson,
f. 1794 á Hamri í Hegranesi, Skagaf.,
d. 14. júlí 1868 í Grafargerði á Höfðaströnd, Skagaf.
– K:
Guðný Bjarnadóttir,
f. 1770 á Hamri í Hegranesi, Skagaf., húsfreyja á Sviðningi í Kolbeinsdal og Þúfum í Óslandshlíð, Skagaf.,
d. 10. sept. 1835.

– K:   1896
Indíana Guðbjörg Sveinsdóttir,
f. 12. maí 1858 á Bjarnargili Fljótum, Skagaf.,
d. 1944 á Tjörnum í Sléttuhlíð, Skagaf.
– For.:
Sveinn Sveinsson,
f. 1826 í Höfn í Fljótum, Skagaf., bóndi á Bjarnargili í Fljótum, Skagaf.,
d. 1907 á Ystahóli í Sléttuhlíð, Skagaf.
– K:  1849.
Guðný Halldórsdóttir,

f. 1816 í Fagrabæ í Höfðakverfi, húsfreyja á Bjarnargili í Fljótum, Skagaf,
d. 1894 í Hólum í Fljótum, Skagaf.

Börn þeirra:
a)    Ólöf,f. 16.mars 1890.
b)    Sigrún,f. 1892.
c)    Sölvi Baldvin,f. 1896.
d)    Sölvína Valdvina,f. 1898.
e)    Guðný Herdís,f. 1902.

Heimildir:
Svarfdælingar.
Skagf.æviskrár.
M.B.L.
Íslendingabók.
Sig. Bj. og fl.

 

 

 

Undirsidur.