7.g Stefán Pétursson,
f. 23. júlí1877, var sjómaður á Brúnastöðum í Fljótum, Skagaf., til 1903 á Kálfsá í Ólafsfirði 1903, síðar sjómaður á Akureyri,
d. 23. sept. 1959.
– For.:
Pétur Jónsson,
f. 20. okt. 1836 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum á Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., en þau þóttu jafnan mætasta fólk. Pétur var í vist á ýmsum stöðum til þrítugs. Bóndi á Sléttu 1864-93, brá þá búi og fluttist til Guðnýar dóttur sinnar á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., og var þar til æviloka. Pétur var lágur maður og þrekinn, mikill dugnaðamaður og sjógarpur mikill, vel gefinn töluverður skapmaður. Hann átti helming í sexmannafari, og virðist hafa komist vel af. Um Pétur var ort í Bændarímum í Fljótum.
Pétur Sléttu passar best,
prúður í hegðan sinni,
glaður er og gætinn,
sést geirabör ráðsvinni.,
d. 1909 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.
– K: 1864.
Björg Stefánsdóttir,
f. um 1832 á Kaldrana á Skaga, húsfreyja á Sléttu í Fljótum, Skagaf., hún var fremur lítil kona, kvik í hreifingum og vel gefinn,
d. 1912.
– K:
Guðrún Hafliðadóttir,
f. 30. sept. 1880, húsfreyja á Akureyri,
d. 30. jan. 1927.
– For.:
Hafliði Eiríksson,
f. 1840 á Illugastöðum í Flókadal í Fljótum, Skagaf., bóndi á Bjarnagili í Fljótum, Skagaf.,
d. 1894.
– K:
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
f. 1842 í Teigi í Óslandshlíð, Skagaf.,húsfreyja á Bjarnagili,
d. 1923,
– Barn þeirra:
a) Kristinn,f. 22. nóv. 1900.
b) Hafliði Páll,f.10. okt. 1904.
c) Óskar,f. 18. maí 1907.
d) Pétur Jón,f. 22. apr. 1909.
e) Björgvin Sigmar,f. 4. okt. 1910.