8.a Jóna Sigríður Ólafsdóttir,
f. 27. júní 1893 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., húsfreyja á Gautastöðum, hún ólst upp hjá foreldrum sínum, hún hafði mikla og háa söngrödd og átti því góða samleið með manni sínum. það var henni mikil eftirsjá þegar hún varð nauðug viljug að yfirgefa æskustöðvar og ættaróðal eftir meira en fimmtíu ára búsetu þar. Jóna var fremur lágvaxin og þétt með blá augu, skolhærð , skapgóð og létt í lund, en með ákveðnar skoðanir,
d. 16. des. 1976 á Siglufirði.
– For.:
Guðný Pétursdóttir,
f. 1. des. 1868 á Sléttu í Fljótum, Skagaf., Guðný var fyrst á Sléttu í Fljótum með bónda sínum fór þaðan að Gautastöðum, í Stíflu, Skagaf., með foreldra sína. Guðný var grönn meðalhá andlisfríð og snirtileg. Velgreind, ljóðelsk og stálminnug og ættfróð, hafði fallega söngrödd.
d. 18. maí 1951.
– M:
Ólafur Jónsson,
f. 20. mars 1852 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagaf. Ólafur bjó á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., 1893-1921. Stundaði hákarlaveiðar og sjómensku. Hann var skíðamaður góður, frábær hugareikningsmaður þurfti hvorki penna né blíant við slíkt. hann var glaðsinna og góðlindur,
d. 3. febr. 1924.
– M: 1. janúar 1914.
Þorlákur Magnús Stefánsson,
f. 1. jan. 1894 á Molastöðum í Fljótum, Skagaf., bóndi á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., 1914-1945, bóndi á Gautlandi í Fljótum, Skagaf., 1945-1971. Hann bjó yfir tónlistahæfileikum. Fyrst lærði hann á orgel hjá föður sínum sem var góður hljómlistamaður og söngmaður. Hann var í námi einn vetur á Akureyri og hjá Benedikti á Fjalli, sótti námskeið hjá söngmálastjóra Þjóðkirkjunar. Hann var organleikari í Barðskirkju og Knappsstaðarkirkju í Stíflu, Skagaf.,
d. 4. nóv. 1971.
– For.:
Stefán Sigurðsson,
f. 10. júní 1864, bóndi á Syðsta-Mói í Flókadal, Skagaf.,
d. 11. des. 1930,
– K:
Magnea Margrét Grímsdóttir,
f. 20. apr. 1865,
d. 6. júlí 1917 í Ólafsfirði.
– Börn þeirra:
a) Magnea,f. 12. apr. 1913.
b) Þorleifur,f. 10. okt. 1914.
c) Stefán,f. 24. ág. 1916.
d) Guðný,f. 1918.
e) Óli Garðar,f. 29. mars 1920
f) Halldóra María,f. 25. júní 1922.
g) Stefán,f. 30. júlí 1923.
h) Viðar,f. 8. júlí 1926.
i) Guðmundur,f. 21. júní 1928.
j) Þórhallur,f. 7. ág. 1929.
k) Mjallhvít,f. 8. maí 1932.
l) Jenney,f. 25. des. 1933.
m) Trausti,f. 30. mars 1938.