Ólafur Ólafsson

4.g                                                                      Ólafur Ólafsson,
f. um 1780, Ólafur fór ungur inní Fljót og kvæntist þar og bjó á Sléttu í Fljótum,1809-1810 á Sjöundastöðum í Flókadal, Fljótum, Skagaf.,1810-11, síðan á Steinhóli 1811-15, eða til dauðadags. Ólafur var talinn röskur maður og formaður góður, réri skipi sínu úr Mósvík. Hann fórst við tíundamann í legu,
d. 20. júní 1815.
– For.:
   Ólafur Gunnason,
f. um 1736. Bóndi á Staðarhóli í Siglufirði. Húsmaður á Leyningi, Hvanneyrarsókn Eyf., 1801,

d. 2. febr. 1809 á Staðarhóli eftir fimm ára karalegu.
– K.
Þuríður Jónsdóttir,
f. 1740, húsfreyja á Staðarhóli, Siglufirði,
d. 1782.

– K:
Guðný Jónsdóttir,
f. um 1788, húsfreyja, á Steinhóli  í Flókadal og Sléttu í Fljótum, Skagaf. Guðný  giftist aftur eftir lát Ólafs, Markúsi Jónssyni 1823, bónda á Laugarlandi í Fljótum, Skagaf.,og síðar á Keldum í Sléttuhlíð, Skagaf.
– For.:
Jón Erlendsson,
f. 1762 í Lambanesi í Fljótum, Skagaf.,bóndi á Sléttu í Fljótum, Skagaf.,
– K:
Helga Þorleifsdóttir,
f. 1762.

Barn þeirra:
a)     Jón,f. 1808.                          

Undirsidur.