Guðný Pétursdóttir

 

 

7.c                                                Guðný Pétursdóttir,
f. 1. des. 1868 á Sléttu í Fljótum, Skagaf., Guðný var fyrst á Sléttu í Fljótum með bónda sínum fór þaðan að Gautastöðum, í Stíflu, Skagaf., með foreldra sína. Guðný var grönn meðalhá andlisfríð og snirtileg. Velgreind, ljóðelsk og stálminnug og ættfróð, hafði fallega söngrödd.
d. 18. maí 1951.
– For.:
Pétur Jónsson,
f. 20. okt. 1836 á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum  á  Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., en þau þóttu jafnan mætasta fólk. Pétur var í vist á ýmsum stöðum til þrítugs. Bóndi á Sléttu 1864-93, brá þá búi og fluttist til Guðnýar dóttur sinnar á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., og var þar til æviloka. Pétur var lágur maður og þrekinn, mikill dugnaðamaður og sjógarpur mikill, vel gefinn töluverður skapmaður. Hann átti helming í sexmannafari, og virðist hafa komist vel af. Um Pétur var ort í Bændarímum í Fljótum.
Pétur  Sléttu passar best,
prúður í hegðan sinni,
glaður er og gætinn,
sést geirabör ráðsvinni.,
d. 1909 á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.
– K:      1864.
Björg Stefánsdóttir,
f. um 1832 á Kaldrana á Skaga, húsfreyja á Sléttu í Fljótum, Skagaf., hún var fremur lítil kona, kvik í hreifingum og vel gefinn,
d. 1912.
–  M:
Ólafur Jónsson,
f. 20. mars 1852 á Ysta-Hóli í Sléttuhlíð, Skagaf.  Ólafur bjó á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf., 1893-1921. Stundaði hákarlaveiðar og sjómensku. Hann var skíðamaður góður, frábær hugareikningsmaður þurfti hvorki penna né blíant við slíkt. hann var glaðsinna og góðlindur,
d. 3. febr. 1924.
For.:
Jón Guðmundsson,

f. 1817 að Lundi í Stíflu,Skagaf., bóndi á Gautastöðum í Stíflu, Skagaf.,
– K:
Guðrún Jónsdóttir,

f. 1822 á Brúnastöðum í Fljótum, húsfreyja á Gautastöðum.
Börn þeirra:
a)    Jóna Sigríður,f. 5. sept. 1891.
b)    Jóna Sigríður,f. 27. júní 1893.
c)    Guðbjörg,f. 24. sept. 1894.
d)    Þorleifur,f. 29. júlí 1896

e)    Guðrún Anna,f. 17. okt. 1902.

 

Undirsidur.