Björn Pálsson

 

7.i                                                          Björn Pálsson,
f. 16. ág. 1860  á Dalabæ í Fljótahreppi, Skagaf., og bóndi þar. Björn stundaði sjómensku með búskapnum, hann flutti svo inná Höfðaströnd, bjó í Littlu-Brekku á Höfðaströnd, Skagaf.,  1889-1895. og á Þönglaskála á Höfðaströnd, Skagaf., 1895-1913  Björn keipti vélbát í félagi við Baldvin Jóhannsson og sá Björn um aflann sem að landi kom. Ekki stóð þessi samvinna lengi og keiptu synir Björns hlut Baldvins  Sveinn sonur Björns tók við formensku á vélbátnum sem hét Haukur. Fluttu þeir feðgar til Siglufjarðar og keiptu annan bát sem hét Stormur og gerðu út fram yfir 1940. Björn byggði hús við Suðurgötu 28 á Siglufirði sem stendur enn,
d. 12. júní 1948.
– For.:
  Páll Þorvaldsson,
f. 10. okt. 1824, á Dalabæ í Fljótahreppi Skagaf., og bóndi þar,  hann stundaði sjómensku og átti í mörgum skipum. Með Páli lauk  Dalabæjarveldinu,

d. 21. júlí 1881,
– K:     31.oktober 1846.
Anna Bjarnadóttir,
f. 4. júlí 1816 á Gautastöðum í Stíflu, Fljótum, Skagaf., húsfreyja á Dalabæ í Fljótahreppi, Skagaf.,
d. 27. des. 1889 í Haganesi, Fljótum, Skagaf.
– K:    23. nóvember 1882.
Jórun Árnadóttir.
f. 10. sept. 1862 á Ysta-Mói í Fljótum. Húsfreyja,
d. 29. nóv. 1911 á Þönglaskála. á Höfðaströnd, Skagaf.
For.:
Árni Þorleifsson.

f. 12. maí 1824 á  Ysta-Mói, Bóndi á Ysta-Mói í Fljótum, Skagaf.,  og hreppstjóri þar í sveit. Hann var mikil sveitahöfðingi og dugnaðarbóndi,
d. 5. sept. 1889,
– K:
Valgerður Þorvaldsdóttir,
f. 18. júní 1829  á Dalabæ í Úlfsdölum, Fljótahreppi, Skagaf., heiðurs kona og naut virðingar hjá sveitungum sínum, húsfreyja á Ysta-Mói,
d. 8. ág. 1907 á Ysta-Mói,Fljótum, Skagaf.
Sjá þátt með Jórunni Árnadóttir og Birni Pálssyni.
Börn þeirra:
a)    Sveinn,f. 15. apr. 1883.
b)    Jórun,f. 14. febr. 1886.
c)    Páll,f. 24. maí 1887.
d)    Anna Guðrún,f. 5. mars 1890.
e)    Árnýja Valgerður,f. 9. ág. 1892.
f)    Steinunn,f. 5. des. 1894.
g)    Árni,f. 2. ág. 1897.
h)    Steinunn,f. 10. sept. 1899.
i)    Þorvaldur,f. 26. maí 1902.
j)    Árni,f. 5. okt. 1905.

8.a                                         Sveinn Björnsson,
f. 15. apr. 1883, á Dalabæ, Fljótahreppi, Skagaf., sjómaður á Siglufirði, varð bráðkvaddur í vélbátnum sínum við bryggju,
d. 25.  apr. 1947.

8.b                                          Jórun Björnsdóttir,
f. 14. febr. 1886 á Dalabæ í Úlfsdölum, Fljótahreppi, Skagaf.,
d. 6. okt. 1887.

8.c                                          Páll Björnsson,
f. 24. maí 1887 á Dalabæ í Fljótahreppi, Skagaf., okv. og barnlaus. Sjómaður á Siglufirði,
d. 3. febr. 1919.

8.d                                         Anna Guðrún Björnsdóttir,
f. 5. mars 1890 í Littlu-Brekku, Höfðaströnd, Skagaf., þau hjón voru barnlausn,
d. 17. jan. 1943.
– M:
Guðmundur Björnsson,
f. um 1890 Vélsmiður á Siglufirði.
– For.:  XX

8.e                                         Árnýja Valgerður Björnsdóttir,
f. 9. ág. 1892 í Littlu-Brekku á Höfðaströnd, Skagaf., hún giftist ekki, en sá um mikið fyrir föður sinn og Svein bróður sinn.
d. 9. mars 1965.

8.f                                       Steinunn Björnsdóttir,
f. 5. des. 1894 í Littlu-Brekku,
d. 13. nóv. 1898.

8.g                                      Árni Björnsson,
f. 2. ág. 1897 á Þönglaskála á Höfðaströnd,Skagaf.,
d. 25. nóv. 1898.

8.h                                        Steinunn Björnsdóttir,
f. 10. sept. 1899  á Þönglaskála á Höfðaströnd, Skagaf., húsfreyja á Siglufirði,
d. 1942.
– M:
Baldvin Kristinsson,
f. um 1899, bifreiðastjóri á Siglufirði.
– For.:  XX

8.i                                         Þorvaldur Björnsson,
f. 26. maí 1902 á Þönglaskála á Höfðaströnd, Skagaf., ókv. og barnlaus,
d. 21. apr. 1940.

8.j                                         Árni Björnsson,
f. 5. okt. 1905 á Þönglaskála á Höfðaströnd, Skagaf., lengi sjómaður og formaður um árabil vörubílstjóri, þau eiga einn son.
d. 9. ág 1969.
– K:
Lára Stefánsdóttir,
f. um 1905, frá Skarði.
– For.:  XX