7.f Bjarni Jónsson,
f. 12. sept. 1888 á Berghyl í Fljótum, Skagaf., bóndi á Höfn í Fljótum, Skagaf., 1913-14 á Minni-Þverá í Fljótum, Skagaf., 1914-18. Bjarni var glaður og hlýr í viðmóti, gestrisin, greiðugur og hjálpsamur, vel greindur. Bjarni var góður sláttumaður heyaði mikið og vel á hverju sumri. Þegar Bjarni kom að Minni-Þverá í Fljótum 1914 var útsvar hans 30 kr. en 1917 var það 44. kr. sem var með því mesta í Holtshreppi í Fljótum, Skagaf. Bjarni dó síðla vetrar úr tæringu,
d. 1. mars 1918 á Minni-Þverá í Fljótum, Skagaf.
– For.:
Jón Jónsson,
f. 1844, Jón var bóndi á Berghyl í Fljótum, Skagaf., fæddur á Sléttu í Fljótum, Skagaf. Jón drukknaði við uppskipun úr skipi Terevie á Haganesvík. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Sléttu og Utanverðunesi í Hegranesi, Skagaf., hann var verkamaður hjá Pétri bróður sínum á Sléttu 1870 en á Móafelli í Stíflu, Skagaf. 1876, bóndi á Hamri 1877-83, í Háakoti í Stíflu, Skagaf., 1883-86 og Berghyl í Fljótum 1887-97, húsmaður þar 1897-98, bóndi á Barðsgerði í Fljótum, Skagaf., 1898-1902, húsmaður á Lambanes-Reykjum í Fljótum, Skagaf., frá 1902, en síðast hjá Stefáni bróður sínum í Efra-Haganesi, Skagaf., Jón var fremur fátækur alla tíð og sæmilega vel gefinn,
d. 10. des. 1911.
– K: 1876.
Kristín Ingibjörg Eiríksdóttir,
f. 1845, húsfreyja víða í Fljótum,
d. 1914 í Höfn í Fljótum, Skagaf.
– K: 14. mars 1915.
Anna Sigríður Björnsdóttir,
f. 18. júní 1875 á Skeiði í Fljótum, Skagaf.,
d. 6. jan. 1923 í Minni-Brekku í Fljótum, Skagaf.
– For.:
Björn Pálsson,
f. 1. sept. 1838 í Viðvík, bóndi á Skeiði í Fljótum, Skagaf.,
d. 13. jan. 1910,
– K:
Guðrún Ingigerður Björnsdóttir,
f. 25. mars 1843, frá Grund í Svarfaðardal Eyf.,
d. 2. maí 1907.