Lilja Ólafsdóttir

6.b                           Lilja Ólafsdóttir,
f. 20. júní 1842 á Ámá í Héðinsfirði hún var kvenna minst og var kölluð litla Lilja. Hún mun hafa tekið saman við mann sem Jón hét og var nefndur Jón háleggur, var manna hæðstur. Þau munu hafa dvalið á Bæjarklettum á Höfðaströnd, Skagaf. eða þar í grend.
– For.:
Ólafur Þorsteinsson,
f. 1. des. 1819 á Staðarhóli á Siglufirði. Ólafur reisti bú í tvýbíli á Staðarhóli og bjó þar 1841-1842, bóndi á Ámá í Héðinsfirði, Eyjaf., 1842-47 á Leiningi 1847-49. 1853 fóru þau að Höfða á Höfðaströnd, Skagaf.,  þar voru þau í tvö ár, fóru síðan aftur á heimaslóðir. Ólafur fórst með Haffrúnni, Ólafur var annnálað hraustmenni og góður skíðamaður. Eitt sinn var hann fengin til að fara með líkistu úr Héðinsfirði til greftunar á Hvanneyri kistunni var komið fyrir á sleða sem Ólafur skildi draga á eftir sér á skíðum yfir Hólsskarð. Þegar hann kom upp á skarðið þótti honum sleðin mundi tefja för sína niður. Leysti hann því kistunna af sleðanum og skildi hann eftir við kennileiti, en brá bandi um kistunna og snaraði henni á bak sér, steig á skíðin og rendi sér niður á jafnsléttu og kistunni hélt hann síðan út  að Hvanneyri.

d. 10. apr. 1864 í Hvammsókn í Laxárdal, Skagaf.
– K:    24. september 1840
Guðrún Magnúsdóttir,
f. 23. jan. 1806 í Skarðsdalskoti í Siglufirði.